Cover
mánudagurinn 7. apríl 2014

Smartnet opnað á Þingeyri

Í dag var opnað fyrir Smartnetstengingar á Þingeyri. Upprunalega átti að opna fyrir þjónustunna sl. haust en vegna tafa á afgreiðslu stofnsambands á Þingeyri varð ekki úr fyrr en nú. Með Smartnetinu býðst Þingeyringum nú allt að 70 Mbit/s Internetttenging og einnig sjónvarpsþjónusta á myndlyklum frá Vodafone. Er Smartnet þar með í boði í öllum þéttbýliskjörnum í Ísafjarðarbæ utan Holtahverfis en í hluta Holtahverfis býður Snerpa upp á þjónustu um Ljósnetið. Í undirbúningi er að auka frekar útbreiðslu á Ísafirði en nýverið var bætt við búnaði í efribænum á Ísafirði þar sem búnaður sem fyrir var er orðinn fullnýttur.


Avatar Björn Davíðsson

Upp