mánudagurinn 23. desember 2013
Smartnet opnar á Bíldudal
Í dag var lokið við uppsetningu á nýju stofnsambandi milli Ísafjarðar og Bíldudals og er því nú hægt að tengjast við Smartnet á Bíldudal. Með þessum nýjungum eiga íbúar á Bíldudal kost stórauknum afköstum á Internetinu og sjónvarpsþjónustu með yfir 100 rásum og einnig HD sjónvarpsrásum.
Snerpa afhendir myndlykla frá Vodafone en hægt er að kaupa þjónustu bæði Skjásins og 365-miðla á kerfinu. Að skipta úr eldri tengingu er lítið mál og er tekið við pöntunum á netfangið sala@snerpa.is - Einnig er hægt að afla sér upplýsinga á smartnet.is.
