
fimmtudagurinn 4. september 2014
Smartnet opnar í Holtahverfi og Skeiði
Í dag eru starfsmenn Snerpu að ljúka við tengingar á búnaði í Holtahverfi og Skeiði og þá getum við loksins boðið upp á Smartnet með stórauknum afköstum á internetinu ásamt sjónvarpsþjónustu með yfir 100 rásum í samstarfi við Vodafone.
Við þessa viðbót nær Smartnet Snerpu nú til vel yfir 80% heimila í Ísafjarðarbæ og stefnum við að sjálfsögðu á að gera enn betur.
Hægt er að panta Smartnet á heimasíðu okkar smartnet.is/panta/
