Snerpa ehf. og Vestmark ehf. sameinast.
Að undangengnum viðræðum á milli stjórna Snerpu og Vestmarks, sem staðið hafa yfir sl. tvær vikur var ákveðið á fundi í dag að sameina félögin.
Jafnframt hefur verið ákveðið að hið sameinaða félag muni starfa undir nafni Snerpu. Starfsmönnum beggja félaganna hefur verið boðið áframhaldandi starf hjá hinu sameinaða félagi. Reiknað er með að samruninn muni gerast í nokkrum þrepum og muni sameinað félag taka formlega til starfa á einum stað þann 1. júní nk. Með samrunanum telja eigendur fyrirtækjanna að náist fram mikil samlegðaráhrif og efling á starfsemi til hagsbóta fyrir viðskiptavini og geta til að bjóða upp á bæði fjölþættari starfsemi og alhliða lausnir.
Sameiningin gefur jafnframt tækifæri til enn frekari sóknar í upplýsingatæknigeiranum.
Bæði fyrirtækin starfa í tölvu- og þekkingariðnaðinum í Ísafjarðarbæ.
Starfsvettfangurinn hefur verið kerfisleiga , internetþjónusta ,hugbúnaðargerð , tölvu- og rekstrarþjónusta og rekstur smásöluverslunar.