Cover
miðvikudagurinn 25. nóvember 2009

Snerpa er 15 ára í dag!

Í dag, 25 nóvember eru komin 15 ár síðan Snerpa hóf starfsemi hér á Ísafirði. Í tilefni þess var starfsmönnum boðið upp á rjómatertu og heitann rétt í kaffinu. Er þetta aðeins byrjunin á fagnaðarlátunum, en á föstudaginn á milli 15:00 -17:00 mun verða smá húllum hæ hérna að Mánagötu 6. Verður boðið upp á pylsur frá hinum margrómaða pyslusala, Hermanni Grétari Jónssyni, en hann mun mæta með heilann pylsuvagn hérna fyrir utan og gefa gestum okkar pylsu að eigin vali. Einnig verður opið hús hjá okkur og verður þar hægt að skoða húsakynnin og starfsemina nánar.

Vertu velkominn og við hlökkum til að sjá þig!


Avatar Ágúst Atlason

Upp