Snerpa í háloftunum
Undanfarin þrjú ár hefur Snerpa verið að byggja upp eigið fjarskiptanet á Vestfjörðum. Tilgangurinn með því er að bjóða öllum fyrirtækjum og einstaklingum á svæðinu upp á sama möguleika til fasttengingar við Internet og bjóðast á stærri stöðum á landinu.Nú er svo komið að mikill kippur er kominn í þau áform og er áætlað að setja upp fjarskiptaleiðir til Patreksfjarðar og Hólmavíkur nú á næstu vikum. Nú þegar eru í gangi leiðir til Suðureyrar, Súðavíkur og Bolungarvíkur. Samhliða þessu er verið að setja upp öflugt örbylgjunet til gagnaflutninga á viðkomandi stöðum. Með því er öllum þeim er áhuga hafa á því að tengjast við Netið boðið að tengjast á svipuðu verði og ADSL tenging LS en Snerpa mun einnig bjóða ADSL-tengingar þar sem þær verða í boði. Allar nánari upplýsingar varðandi kerfið gefur markaðsdeild Snerpu í síma 456-5470.