fimmtudagurinn 23. júní 2022
Snerpa og OV í samstarfi í sumar
Snerpa og Orkubú Vestfjarða munu vinna saman að jarðvegsframkvæmdum í dreifbýli í sumar eins og undanfarin ár. Samstarf við verktaka hefur gengið vel en ákveðið hefur verið að víkka út hópinn og gefa fleirum tækifæri til að vinna verkefnin með Snerpu og OV.
Send hefur verið út auglýsing um helstu verkefni og verktökum er gefinn kostur á að gefa einingaverð í vinnuna og verður síðan samið við verktaka í framhaldinu og tekið mið af bæði verði og verkefnastöðu. Þannig geta verktakar samið um verkefni af mismunandi stærðum og jafnvel verið fleiri en einn við sama verk. Nánari upplýsingar um verkefnin og útfærsluna eru á heimasíðu Orkubús Vestfjarða.
Björn Davíðsson