![Cover](/thumb.php?src=/s_files/images/1/673/l_image5a620ab7a27f5.jpg&h=600&w=750)
laugardagurinn 20. janúar 2018
Snerpa og handknattleiksdeild Harðar gera samstarfssamning
Í gær var undirritaður samstarfssamningur handknattleiksdeildar Harðar og Snerpu í húsakynnum Snerpu á Ísafirði. Snerpa mun því verða eitt af þeim fyrirtækjum bæjarins sem styðja við bakið á deildinni.
Það voru þeir Jakob Einar Úlfarsson, sölu- og þjónustustjóri Snerpu, og Salmar Már Salmarsson hjá Herði sem undirrituðu samninginn.
![Avatar](/s_files/users/8/64x64.jpg?1732287492)