Cover
mánudagurinn 9. október 2017

Snerpa og körfuknattleiksdeild Vestra endurnýja samstarfssamning

Í hálfleik á fyrsta heimaleik Vestra í 1. deild karla gegn Snæfelli síðastliðinn föstudag var undirritaður endurnýjaður samstarfssamningur Körfuknattleiksdeildar Vestra og Snerpu á Ísafirði. Snerpa hefur um árabil staðið þétt við bakið á körfuboltanum á Ísafirði en samstarf þessara aðila má rekja u.þ.b. tvo áratugi aftur í tímann.

Það voru þeir Jakob Einar Úlfarsson, sölu- og þjónustustjóri Snerpu og Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd Vestra sem undirrituðu samninginn.


Avatar Sturla Stígsson

Upp