
Snerpa opnar heita reiti
Snerpa hefur sett upp nokkra heita reiti á Ísafirði og víðar fyrir ferðamenn og stefnt er að því að fjölga þeim á næstunni. Flestir íslenskir ferðamenn eru ekki í vandræðum með nettengingar en öðru máli gegnir með erlenda ferðamenn t.d. af skemmtiferðaskipum.
Nú þegar eru komnir í gang tveir punktar á Sundahöfn á Ísafirði og einnig á bókasafninu á Eyrartúni auk punkts hjá Snerpu í Mánagötunni. Þá er einnig kominn upp punktur í Safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri. Nú í hádeginu settum við svo upp punkt sem þjónar Silfurtorgi en hann er þar til reynslu eins og er. Þá stefnum við að því að opna á næstu dögum punkta á Flateyri og Þingeyri. Allir geta nýtt sér þessa reiti en greiða þarf fyrir aðganginn. Verði er stillt í hóf, en ein klukkustund kostar 150 kr. eða sólarhringur á 300 kr. Reynslan á næstunni mun síðan ráða því hvort punktunum verður fjölgað enn frekar. Hægt er að kynna sér þjónustuna nánar á wifi.snerpa.is
