föstudagurinn 27. nóvember 2009
Snerpa opnar pylsuvagn
Um þessar mundir eru 15 ár frá því tölvuþjónustan Snerpa hóf starfsemi sína. Í tilefni að því verður opið hús, í húsnæði fyrirtækisins Mánagötu 6 á Ísafirði, frá 15:00 til 17:00 föstudaginn 27. nóvember.
Hinn margrómaði Hermann pylsusali verður með vagninn fyrir utan Snerpu og viljum við bjóða alla velkomna í pylsupartý. Auk þess munu starfsmenn Snerpu kynna starfsemina og þá fjölbreyttu þjónustu sem fyrirtækið bíður upp á og tölvubúnaður frá Opnum kerfum kynntur.
Ágúst Atlason