
miðvikudagurinn 10. júlí 2024
Snerpa styrkir knattspyrnudeild Vestra
Snerpa og knattspyrnudeild Vestra endurnýjuðu á dögunum samstarfssamning sinn en samstarf þessara aðila má rekja í meira en áratug aftur í tímann.
Það er nóg um að vera hjá Vestra um þessar mundir en meistaraflokkur karla spilar í fyrsta sinn í Bestu deildinni á meðan nýendurreistur meistaraflokkur kvenna leikur í 2. deild.
Það voru þeir Sturla Stígsson hjá Snerpu og Kristján Þór Kristjánsson hjá Vestra sem undirrituðu samninginn.
