
miðvikudagurinn 17. ágúst 2011
Snerpa styrkir körfuknattleiksdeild UMFB
Körfuknattleiksdeild Ungmennafélags Bolungarvíkur og Snerpa hafa gert með sér samstarfssamning fyrir næsta tímabil, og er Snerpa þar með kominn í hóp fjölmargra fyrirtækja og einstaklinga sem ætla að styðja við bakið á deildinni í vetur.
Í kjölfar samstarfsins var vefur körfuknattleiksdeildarinnar tekinn í gegn og er útkoman vægast sagt stórglæsileg. Vefurinn keyrir á Snerpil vefumsjónarkerfinu sem Snerpa býður uppá, og hefur þá stórgóðu kosti að vera mjög öflugt en jafnframt einstaklega einfalt í notkun.
Eins og margir vita leikur meistaraflokkur UMFB í 2. deild Íslandsmótsins í körfuknattleik, þar sem þeir vöktu athygli fyrir góða frammistöðu síðasta vetur, auk þess sem félagið heldur úti öflugu yngri flokka starfi í samstarfi við KFÍ.
