Cover
fimmtudagurinn 6. desember 2001

Steypuvinna!

Í dag er verið að steypa í Snerpu. Undanfarið hefur verið í smíðum sérstakur eldtraustur vélasalur undir tölvubúnaðinn sem notaður er til að veita Internetþjónustu.

Verkið var boðið út í byrjun nóvember sl. og byggingaverktakarnir Eiríkur og Einar Valur tóku að sér smíðina sem felst í því að eitt horn hússins að Mánagötu 6 var bókstaflega rifið af húsinu og síðan sett upp steypumót utan um vélasalinn verðandi.

Þegar steypuvinnu er lokið verður síðan byggt utan um húsið á nýjan leik og verður ytra útlit þess því óbreytt. Reiknað er með að verkinu ljúki fyrir jól og verður þá hafist handa við að koma þar fyrir tækjabúnaðinum.

Að þessum framkvæmdum loknum verður Snerpa með eina bestu aðstöðu fyrir rekstur tölvukerfa á landinu öllu.

Áhættuþættir eins og eldgos og jarðskjálftar eru ekki fyrir hendi á Vestfjörðum og á Eyrinni er heldur engin ofanflóðahætta.

Snerpa er einnig með eigin ljósavél sem tekur sjálfkrafa við ef veiturafmagn bregst.


Avatar Snerpa

Upp