
þriðjudagurinn 25. febrúar 2020
Stigahlíð 2-4 og Holtabrún 14-16 komin á ljósleiðara
Á dögunum var byrjað að tengja fyrstu eignirnar í Bolungarvíkurkaupstað við ljósleiðarakerfi Snerpu en íbúar í fjölbýlishúsunum í Stigahlíð- og Holtabrún eiga nú kost á því að tengjast ljósleiðaranum.
Snerpa lagði ljósleiðara í lok síðasta árs frá brunni við Hólsárbrú í Bolungarvík inn að Þjóðólfstungu í samstarfi við Bolungarvíkurkaupstað og undanfarnar vikur hefur verið unnið að tengingum og frágangi á virku kerfi sem notendur geta nú tengst.
Hægt er að fylgjast nánar með framkvæmdum á kortasjá Snerpu map.is/snerpa
