Cover
þriðjudagurinn 4. júní 2002

Stóraukið magn af ruslpósti

Snerpa hefur í gegn um tíðina lagt sérstaka áherslu á að vernda notendur gegn tölvuruslpósti. Tölvuruslpóstur er vaxandi vandamál á Netinu og er nú svo komið að meira en fimmtungur alls tölvupósts sem sendur er á Netinu er óumbeðinn fjöldapóstur frá fólki sem vill auglýsa ,,ókeypis". 

Vandamál móttakenda póstsins er að það sem er ókeypis fyrir sendandann greiðir notandinn, þar sem aukin umferð á netsamböndum eykur kostnað og tíminn sem tekur að sækja auglýsingapóst eykst og veldur einnig kostnaði. Á grafinu sem fylgir má sjá mikla aukningu á hlutfalli ruslpósts sem er hafnað. Þrátt fyrir að þetta mikið sé stöðvað sleppur þó alltaf eitthvað í gegn en við vinnum að því að halda því sem sleppur í gegn í lágmarki.


Avatar Snerpa

Upp