Cover
þriðjudagurinn 6. maí 2008

Strengur slitnar við Ísafjarðarflugvöll

50 línu símastrengur slitnaði við Ísafjarðaflugvöll í morgun og unnið er að viðgerð. Hefur flugvöllurinn því verið símasambandslaus mestan hluta morguns en hægt hefur verið að ná sambandi við skiptiborð í Reykjavík á meðan.

Reikna starfsmenn Snerpu með að símasamband verði komið á uppúr klukkan 11. Verið var að grafa fyrir ræsi af starfsmönnum Ísafjarðarflugvallar er slitið varð.


Avatar Snerpa

Upp