Sumarfríum að ljúka
Það er langt liðið á sumar og er sumarfríum starfsmanna að ljúka. Allt hefur gengið áfallalaust fyrir sig enda þannig búið um hnútana áður en starfsfólk fer í frí. Yfir var sumarið var settur mjög svalt kælikerfi og er óhætt að segja að þetta sé svalasta kælikerfi sem sett hefur verið upp á Vestfjörðum til kælingar raftækja. Aukningin á búnaði í vélasal okkar hefur verið mikil og var þá brugðið á það ráð að kaupa þennann nýja kælibúnað. Eykur þetta öryggi og endingu búnaðar til muna.
Mikið er að gera í vefhönnun einnig og ættu nokkrar síður að sjá dagsins ljós á næstu vikum. Í vinnslu eru vefsíður fyrir Reykhólahrepp, Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði, Heilsugæsluna í Bolungarvík og einnig fer ný vefsíða fyrir Snerpu að verða tilbúin.
Nú nýverið náðust samningar við Háskólasetur Vestfjarða um nýjan vef fyrir setrið. Hefst sú vinna núna í haust í nánu samstarfi við Háskólasetrið og er ætlun að þróunarstarfsemi verði mikil á milli Snerpu og Háskólaseturs í sambandi við ýmis kerfi sem gætu nýst setrinu við vinnu sína og nemendum við nám.
Spennandi tímar framundan.