
þriðjudagurinn 9. júlí 2013
Svindlpóstar á ferð
Nú eru á ferðinni svindlpóstar eins og sá sem er á myndinni. Notendum er bent á að opna ekki viðhengi sem þeir fá send frá aðilum sem virðast eki trúverðugir, sér í lagi þegar pósturinn kemur óumbeðið og án nokkurs tilefnis. Sumarleyfatíminn er vinsæll til að senda út svona pósta og er treyst á að óvant afleysingafólk opni póstinn og fari blint eftir leiðbeiningum í honum.
