þriðjudagurinn 13. júlí 2004
Þrefalt niðurhal í júlí
Nú er tækifærið! Sítengdir netnotendur Snerpu fá þrefalt niðurhal í júlí í tilefni af því að Snerpa er nú að ljúka við tengingar á Reykhólum en að þeim loknum geta netnotendur á öllum þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum tengst Snerpu með sítengingu, annað hvort á örbylgjuneti Snerpu eða með ADSL.
Við vekjum athygli á að þetta boð nær til allra sem eru með sítengingu hjá Snerpu, ekki bara þeirra sem tengjast örbylgjunetinu og bæði til einstaklinga og fyrirtækja. Þeir sem kaupa 500 MB áskrift fá þannig 1,5 GB niðurhal og þeir sem kaupa 1 GB niðurhal fá 3 GB o.s.frv. Verði ykkur að góðu.
Snerpa