Cover
fimmtudagurinn 29. janúar 2015

Tilkynning um verðskrárbreytingar fyrir Internettengingar

Gildir frá 1. mars 2015

- gildir frá 1. febrúar 2015 fyrir nýjar tengingar 

Verðskrá Snerpu fyrir heimilistengingar tekur nokkrum breytingum og um leið verður framsetning þjónustunnar stokkuð upp og nýir þjónustuliðir kynntir. Verðbreytingarnar eiga við um heimilis- tengingar en einnig verður ein breyting á fyrirtækjatengingum sem felst í því að sk. línugjald verður innheimt sérstaklega í þeim tilfellum sem það á við, þ.e. ef virk símaþjónusta er ekki á sömu línu og tengingin er á. Helsti munur sem notendur sjá á reikningum verður að netáskrift verður framvegis tvískipt í aðgangsgjald og gagnamagnspakka.

Áfram verður eingöngu innheimt fyrir erlent niðurhal í gagnamagnspökkum.

Heimilistengingar eru einnig í boði til fyrirtækja en ekki er hægt að bæta við þær viðbótarþjónustum s.s. samtengingum innri neta, IP-símkerfum, VPN-lausnum eða sérstilltum eldveggjum. Bent er á sérhannaðar fyrirtækjalausnir sem upplýsingar fást um í netfanginu sala@snerpa.is

Helstu breytingar á heimilispökkum:

  • Nýir 5 GB og 150 GB áskriftarpakkar verða í boði.
  • 20 GB áskriftarleið fellur út.
  • Allar eldri áskriftarleiðir heimilistenginga verða færðar á nýjar sambærilegar áskriftarleiðir.
  • Öllum eldri áskriftum sem eru minni en þær sem í boði eru er breytt upp í næstu áskriftarleið. - Viðbótarniðurhalspakkar verða misstórir eftir áskriftarpökkum en allir á sama verði.
  • Áskriftargjald verður tvískipt, annars vegar aðgangsgjald sem verður óháð gagnamagni
  • en tekur mið af þeirri tengileið (Smartnet, Ljósnet, ljósleiðari) sem er notuð og hins vegar netáskrift sem er óháð tengileið en tekur mið af erlendu niðurhal.
  • Í boði verður nýjung sem felst í því að hægt er að kaupa aðgangsgjald á tveimur eða fleiri stöðum og samnýta netáskriftina á báðum stöðum. Þjónustan heitir ExtraNet og hentar t.d. þeim sem halda fleiri en eitt heimili.

Verðskrárbreytingarnar í heild (PDF)


Avatar Sturla Stígsson

Upp