þriðjudagurinn 5. maí 2009
Tölvudella
Krakkar úr Grunnskóla Ísafjarðar komu í heimsókn til okkar í dag. Þau eru öll í tölvuvali í 9. bekk og fengu spes tölvutíma í dag hjá kennara sínum Laufeyju Eyþórsdóttur, nefnilega skoðunarferð í Snerpu. Í ferðinni fengu þau meðal annars að skoða ljósleiðara í smásjá, sjá tölvuverkstæði, kynnast vefumsjónarkerfinu Snerpli og fræðast um starfsemi Snerpu.
Björn Davíðsson