Cover
fimmtudagurinn 17. janúar 2002

Truflanir í netsamböndum

Undanfarna daga hafa verið að ágerast truflanir í netsamböndum þannig að ýmist verða sumir vefir mjög hægvirkir eða jafnvel að alls ekkert samband næst við þá. Þessar truflanir hafa haft áhrif á alla þá sem nota netsambönd sem fara um net Landssímans og vara yfirleitt í 15-20 mínútur í einu. Í gærkvöldi (16. jan.) komu upp endurtekin tilfelli af þessum truflunum um og eftir miðnættið, einnig hafa þær verið að koma fram um miðjan dag í gær og fyrradag.

Skv. upplýsingum frá Símanum og þeim upplýsingum sem við höfum um truflanirnar eru orsakirnar bæði bilun í leiðstjóra hjá Símanum sem var lagfærð í gær en einnig sk. "Denial-of-Service" árásir sem felast í því að illa innrætt fólk sendir mjög mikinn fjölda af fyrirspurnum á tiltekinn leiðstjóra og fær honum svo mikið að gera að yfirálag verður. Þetta mun vera orsökin fyrir truflunum sl. nótt og er enn verið að vinna úr þeim upplýsingum sem safnað var um árásina í þeim tilgangi að hindra að hún endurtaki sig.

Truflanir sem þessar get haft mjög víðtæk áhrif og jafnvel truflað umferð innan neta Snerpu þannig að t.d. notendur sem tengjast inn hjá Snerpu geta í þeim tilfellum átt í vanda með að nota vefþjóna sem eru staðsettir hjá Snerpu. Þetta kemur til af því að svokallað DNS-kerfi reiðir sig á rótarnafnaþjóna sem eru þá etv. óaðgengilegir vegna truflananna.


Avatar Snerpa

Upp