
föstudagurinn 23. febrúar 2024
Tvær nýjar vefmyndavélar
Tvær nýjar vefmyndavélar hafa bæst við á vefmyndavélasíðu Snerpu á síðustu dögum, önnur í Varmadal í Önundarfirði og hin á Óshólavita í Bolungarvík.
Varmidalur - Myndavélin er í boði Græðis og M11 arkitekta og sýnir Önundarfjörðinn í öllu sínu veldi.
Óshólaviti - Myndavélin sýnir frá Bolungarvík og snýr sér síðan inn Ísafjarðardjúpið.
