mánudagurinn 20. júlí 2015
Tvær nýjar vefmyndavélar á Grænagarði
Snerpa hefur nú í samstarfi við Gámaþjónustu Vestfjarða gangsett tvær vefmyndavélar á húsnæði Gámaþjónustunar á Grænagarði.
Önnur vélin er með útsýni út Skutulsfjörð á meðan hin vélin snýr inn fjörðinn í átt að Kubba.
Í dag má nálgast níu vefmyndavélar á Vestfjörðum á vefmyndavélasíðu Snerpu og má búast við að fleiri bætist við á næstunni. Vefmyndarvélarsíðan var einnig nýverið tekin í gegn og kemur nú betur út í spjaldtölvum og snjallsímum en áður.
Sturla Stígsson