
miðvikudagurinn 4. maí 2016
Tvær nýjar vefmyndavélar á Suðureyri
Snerpa hefur í samstarfi við Klofning tekið í gagnið tvær nýjar vefmyndavélar á Suðureyri.
Báðar vélarnar eru staðsettar á húsi Klofnings og snýr fyrri vélin út Súgandafjörð en sú seinni inn hann.
Í dag má nálgast tólf vefmyndavélar á Vestfjörðum á vefmyndavélasíðu Snerpu.
