Um 20 þúsund sáu netútsendingu
Um síðustu páska var haldin á Ísafirði, eins og undanfarinn áratug, tónlistarhátiðin Aldrei fór ég suður.
Síðustu ár hefur Snerpa séð um að tengja hátíðina inn á Internetið og hefur í samstarfi við KFÍTV og Símafélagið tekið upp og sent út hátíðina á Netinu. Snerpa lagði í fyrra ljósleiðara í húsið á Grænagarði, þar sem hátíðin er haldin og var því að þessu sinni boðið upp á hágæða útsendingu. Hljóðið í útsendingunni var fengið frá Rás 2 sem tók upp tónleikana og útvegaði Snerpa einnig Rás 2 samband í Efstaleiti til að senda þaðan um allt land í beinni útsendingu.
Vegna mikilla anna hjá Snerpu undanfarið hefur ekki gefist tími fyrr til að greina frá áhorfi á netútsendinguna en alls horfðu 19.573 á útsendinguna á einum eða öðrum tíma þá tvo daga sem hátíðin stóð. Samtals var horft í 6.072 klst. og skiptist áhorfið að mestu svona:
Land | áhorf | klst. |
---|---|---|
Ísland | 17.846 | 5.585 |
Noregur | 309 | 132 |
Bandaríkin | 276 | 73 |
Þýskaland | 221 | 42 |
Danmörk | 104 | 35 |
Svíþjóð | 119 | 32 |
Pólland | 79 | 29 |
Holland | 63 | 25 |
Bretland | 139 | 24 |
Sviss | 48 | 17 |