Um erlent niðurhal
Vegna umræðu í fjölmiðlum og á spjallsvæðum um mælingar netfyrirtækja á hvað telst vera erlent niðurhal vill Snerpa árétta að magnmælingar eru gerðar með þeim hætti hjá Snerpu að umferð á tengingu til notenda er mæld skv. þeim IP-tölum sem hún kemur frá.
Þannig telst það vera innlend umferð sem kemur frá innlendum IP-tölum, þar með talið umferð frá íslenskum speglaþjónum. Notendum til glöggvunar birtir Snerpa einnig heildarumferð í notkunarsundurliðun og má með því móti gera sér grein fyrir hvort notkun tiltekinn dag sé í samræmi við væntingar.
Þegar metið er innifalið gagnamagn á nettengingum er því ágætt að hafa í huga að netveitur beita ekki endilega allar sömu aðferðum við magnmælingar. Magnmælingar Snerpu hafa verið gerðar með sama hætti allt frá því að Snerpa bauð fyrst sítengt Internet árið 2001.
Hægt er að fletta upp upplýsingum um tiltekin vefsvæði á slóðinni: http://snerpa.is/thjonusta/ip_profun/