Undirskriftasöfnun
Hafin hefur verið undirskriftasöfnun til að mótmæla þeim þjónustubreytingum hjá Símanum, að landsmenn fá ekki allir þá þjónustu sem þeir greiða fyrir. Þannig borgar t.d. venjulegur ADSL notandi á Vestfjörðum sama verð fyrir 6MB/s tengingu og ADSL notandi á höfuðborgarsvæðinu borgar fyrir 12MB/s.
Aftur til fortíðar?
Við undirrituð krefjumst þess að Síminn veiti þá þjónustu sem við borgum fyrir og dragi til baka þá ákvörðun að skipta landinu upp í misdýr gjaldsvæði í skjóli einokunar!
Undirskriftasöfnun þessi er til komin vegna fjölda fyrirspurna viðskiptavina Snerpu og óánægju þeirra með það að hafa verið látnir sitja eftir í þessar þjónustubreytingar hjá Símanum.
Neðangreint efni er tekið úr pósti frá símanum 28.08.06
Á morgun verða gerðar eftirfarandi breytingar á ADSL þjónustu Símans:
ADSL 4000 (4 Mb/s) verður ADSL "allt að" 8 Mb/s
ADSL 6000 (6 Mb/s) verður ADSL "allt að" 12 Mb/s
Breytingarnar taka gildi strax hjá nýjum viðskiptavinum, en stefnt er á að klára uppfærslu á núverandi viðskiptavinum fyrir 1.október.
Til að geta fengið hámarkshraða áskriftar, þurfa viðskiptavinir að uppfylla þessi skilyrði:
Háð staðsetningu, aðeins í boði á eftirfarandi svæðum:
Höfuðborgarsvæðið, Mosfellsdalur, Grindavík, Sandgerði, Garður,
Keflavík, Njarðvík, Vogar, Akranes, Borgarnes, Akureyri, Húsavík,
Vestmannaeyjar, Hvolsvöllur, Hella, Stokkseyri, Eyrarbakki, Selfoss,
Hveragerði eða Þorlákshöfn
Með ADSL2+ hæfan endabúnað
Thomson 585
Sagem 1500 eða 1540
Háð línugæðum og línulengd frá símstöð, innan við 3 Km frá símstöð.
Háð því að innanhúslagnir séu í lagi.
Síminn mun samt sem áður aldrei tryggja að viðskiptavinir nái hámarkshraða.
Taktu þátt í undirskriftasöfnuninni með því að smella hér