Cover
miðvikudagurinn 29. apríl 2015

Uppfærð vefmyndavél á Ísafirði

Snerpa hefur lokið við að uppfæra vefmyndavél sína á Hótel Ísafirði en sú vél er með útsýni út pollinn. Fyrir miðju er Tungudalur og skíðasvæðið, Pollgata er í forgrunni og Eyrarfjall til hægri. 

Vélin sem leyst var af hólmi var elsta vélin á vegum Snerpu en hún var sett upp á hótelinu snemma árs 2002. Var hún önnur vefmyndavélin sem Snerpa setti upp en sú fyrsta var sett upp árið 1999 í Menntaskólanum á Ísafirði en sú var einnig endurnýjuð nýverið.

Útsýnið úr nýju vélinni, sem er með kaldara móti í dag, má sjá hér.


Avatar Sturla Stígsson

Upp