þriðjudagurinn 23. júlí 2013
Útskipting varaaflgjafa
Vegna útskiptingar (stækkunar) á varaaflgjafa í símstöð á Ísafirði verður stutt rof á nokkrum samböndum ( í ca. 5-6 mínútur ) sem fara þar í gegn. Þetta á helst við þá sem eru tengdir Smartneti og einnig notendur sem tengjast um búnað Snerpu á Bíldudal, Mjólká, Þingeyri, Flateyri og Suðureyri.
Rofið verður á tímabilinu milli kl. 18 og 19:00 miðvikudaginn 24. júlí (á morgun).
