miðvikudagurinn 25. janúar 2017
Varist lykilorðaveiðar
Undanfarið hefur ágerst að verið sé að senda notendum áskoranir um að uppfæra um sig upplýsingar eða skrá sig inn á ýmsa aðganga, hvort sem eru póstaðganga, Netflix eða annað.
Athugið að sýna varkárni og ekki fara inn á síður sem geyma mikilvæga aðganga nema fara beint á slóðir eins og paypal.com, netflix.com eða vefpóst. Hafið líka í huga að netfang sendanda og tenglar í pósti geta verið af öllum sortum og jafnvel þótt sendanda netfang virðist vera rétt að þá er hægt að falsa það líka.
Þeir þjónustuveitendur sem hafa raunverulega ástæðu til að senda svona pósta nota ávallt fullt nafn eða annað auðkenni, svo sem notandanafn til að ávarpa viðtakanda til að auðveldara sé að sjá að pósturinn sé ekki falsaður.
Björn Davíðsson