fimmtudagurinn 29. september 2016
Vefsíða Vestra formlega opnuð
Ný vefsíða íþróttafélagsins Vestra hefur nú verið formlega opnuð undir léninu Vestri.is.
Íþróttafélagið Vestri var stofnað laugardaginn 16. janúar 2016 en þá sameinuðust félögin Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, Blakfélagið Skellur, Sundfélagið Vestri og BÍ88 í eitt félag með deildarskiptu starfi.
Vefsíðunni er ætlað að vera frétta- og upplýsingaveita félagsins. Henni er deildarskipt eftir íþróttagreinum og inniheldur helstu upplýsingar um félagið, stjórnir, deildir, æfingatöflur og þess háttar.
Einstakar deildir munu hafa umsjón með eigin undirsíðum.
Vefsíðan er smíðuð og hýst hjá Snerpu en hún keyrir á Snerpil vefumsjónarkerfinu.
Við óskum Íþróttafélaginu Vestra innilega til hamingju með nýja síðu!
Sturla Stígsson