miðvikudagurinn 30. júlí 2014
Verkalýðsfélag Vestfirðinga uppfærir vefsíðu sína
Verkalýðsfélag Vestfirðinga opnaði í dag nýja og uppfærða vefsíðu á verkvest.is. Útlitið á síðunni var allt tekið í gegn og snjallsímavætt auk þess sem veftré síðunnar var einfaldað.
Síðan keyrir að sjálfsögðu á Snerpil Vefumsjónarkerfinu frá Snerpu líkt og eldri síðan sem opnuð var árið 2008.
Við óskum Verkalýðsfélaginu innilega til hamingju með vefsíðuna!
Sturla Stígsson