Við fjörðinn - Nýr vefur
Sirrý og Finni á Þingeyri reka og eiga Gisthúsið Við fjörðinn á þingeyri. Nú nýlega óskuðu þau eftir að endurhannað yrði vefsvæði þeirra og tók Snerpa vel í það og skellti sér í málið. Hér er svo útkoman og kennir þarna margra grasa eins og sagt er. Á vefsíðunni má finna allar upplýsingar um gistingu, veitingar og verð fyrir þjónustuna. Staðsetningu gistihússins eru gerð skil og einnig stutt brot úr sögu Þingeyrar. Myndir eiga stórann þátt í hönnun síðunnar og er vel hægt að gera sér grein fyrir umhverfinu og náttúrunni í kringum Þingeyri.
Sirrý og Finni reka líka F &S Hópferðabíla og hægt er að skoða áætlun bílana á síðunni.
Vefsíðan er á Íslensku og ensku.
Skoða vidfjordinn.is
Snerpa ehf óskar Sirrý og Finna innilega til hamingju með nýjan vef!