Cover
þriðjudagurinn 12. desember 2000

Viðbætur í vélasal

Þessa dagana standa yfir breytingar vegna uppsetningar á nýjum aðalvefþjón hjá Snerpu. Þessi vél mun hýsa flesta vefi sem settir eru upp á Linux og einnig gagnagrunna sem þeim fylgja. Vélin er Hewlett Packard E60 Netserver með sk. RAID-spegluðum diskum sem auka gagnaöryggi og uppitíma.Vegna þessarra breytinga má búast við minniháttar truflunum á vefþjónustu á meðan þær standa yfir en þær ættu þó að vera í lágmarki. Helst verða notendur varir við þær á þeim vefjum sem notast við gagnagrunn sem bakland, þannig að vefsíður munu sjást en innihaldið fátæklegra um stutta stund vonandi einungis nokkrar mínútur hver vefur. Vefirnir verða fluttir einn og einn í einu og má búast við að þeirri vinnu verði lokið í kring um 20. desember.


Avatar Snerpa

Upp