Öflug fyrirtækjaþjónusta í heimabyggð
Snerpa leggur áherslu á öfluga fyrirtækjaþjónustu þar sem viðbragðstími er í lágmarki og fyrirbyggjandi aðgerðir hafðar að leiðarljósi.
Fá ráðgjöf

Netlausnir
Við bjóðum upp á mjög fjölbreyttar nettengingar fyrir fyrirtæki.
Nettengingar fyrir fyrirtæki geta verið sérsniðnar eftir þörfum fyrirtækis. Dæmi um þjónustur á fyrirtækjatengingum eru t.d. að búa til dulkóðað sýndar einkanet (VPN) á milli útibúa fyrirtækja, VLAN-rásir og fastar IP-tölur.

Microsoft 365
Snerpa er endursöluaðili á Microsoft 365 þjónustum sem henta bæði stórum og smáum fyrirtækjum og gerir starfsfólki kleift að vinna í gögnunum sínum í skýinu hvar sem er og á hvaða tæki sem er, ásamt því að sjá um tölvupóst fyrirtækja.

Hýsingar
Snerpa býður upp á margskonar rekstrarþjónustu og er lögð áhersla á að finna þá lausn sem hentar viðskiptavini best.
Vélasalur Snerpu er búinn öflugum kælibúnaði og varaaflgjöfum frá APC, ásamt öflugri ljósavél sem tryggir öruggt rekstarumhverfi.