Ljós­leiðari Snerpu

Snerpa hefur verið leiðandi í lagningu ljósleiðara á Vestfjörðum á undanförnum árum. Ljósleiðara­tengingar Snerpu eru hraðar og áreiðanlegar tengingar fyrir þitt heimili með allt að 1 Gbit/s hraða í báðar áttir.

Panta
Image

Framkvæmdir 2024

Er þitt hús komið á áætlun? Kannaðu málið og lýstu yfir áhuga.

Skoða áætlun

Spurt og svarað

Ef segja á upp ljósleiðaraheimtaug hjá Snerpu sem tengd er inn á kerfi Mílu, þarf viðskiptavinur að senda tölvupóst á netfangið adstod@snerpa.is.

  • Báðir aðilar, Snerpa og viðskiptavinur, geta sagt upp notkun á ljósleiðarheimtaug Snerpu.
  • Segi viðskiptavinur upp ljósleiðarheimtaug, þarf uppsögn að berast Snerpu skriflega á netfangið adstod@snerpa.is eigi síðar en 25. dags þess mánaðar til að hún taki gildi um komandi mánaðarmót. Berist uppsögn síðar, tekur hún gildi þar næstu mánaðarmót.
  • Viðskiptavinum er bent á að uppsögn á notkun ljósleiðaraheimtaug hjá Snerpu inn á kerfi Mílu jafngildir ekki uppsögn á þjónustu um ljósleiðara, þ.e. interneti, sjónvarpsáskrift og heimasíma. Segja þarf slíkri þjónustu upp hjá viðkomandi fjarskiptafélagi.
  • Á sama hátt er uppsögn á þjónustu hjá viðkomandi þjónustuveitu ekki sjálfkrafa uppsögn á ljósleiðaraheimtaug Snerpu inn á kerfi Mílu.

Allt um það má finna í verðskrá okkar.

Lóðarhafi og Snerpa þurfa að hafa samráð um lögn. Við breytingar og jarðrask skal lóðarhafi kynna sér hvar lögnin liggur um lóðina til að afstýra mögulegu tjóni við breytingar, t.d. ef á að grafa eitthvað í lóðinni síðar. Hægt er að skoða allar lagnir á vefsjá Snerpu sem er á slóðinni www.map.is/snerpa

Lóðarhafa ber að sýna almenna varúð við jarðrask í nálægð við strenginn.

Ef ljósleiðarastrengur sem liggur um lóð slitnar vegna óhapps t.d. ef hæll til að festa niður trampólín skemmir strenginn þá ber Snerpa kostnað af viðgerð á honum.

Ef farið er í framkvæmdir á lóðinni (t.d. setja upp rólur, sólpall eða heitan pott) ber lóðarhafa að láta vita ef hætta er talin á að strengur skaddist þannig að hægt sé að staðsetja hann og færa jafnvel. Slík færsla eru á kostnað Snerpu enda hafi verið látið vita af framkvæmdunum.

Við meiriháttar framkvæmdir, t.d. garður tættur upp og endurskipulagður eða reist viðbygging eða garðskýli með grunni þá þarf alltaf að láta vita tímanlega til að forðast tjón. Verktökum ber ávallt að leita sér upplýsinga um legu strengja og á það einnig við um ljósleiðarann. Tjón vegna verktaka er ávallt á ábyrgð þeirra.

 

Netþjónusta frá Vodafone hefur verið í boði á ljósleiðara Snerpu frá upphafi. Verið er að vinna í að koma Ljósleiðaranum og Mílu inn á ljósleiðara Snerpu og í framhaldinu geta fjarskiptafyrirtæki sem nýta þjónustu þeirra boðið sína þjónustu á ljósleiðara Snerpu. Í dag getur Míla boðið upp á tengingar á ljósleiðara Snerpu í Bolungarvík og hluta Ísafjarðar.

Þegar leggja þarf nýjar húslagnir þá er svarið yfirleitt nei. Hafi áður verið tengdur ljósleiðari í íbúðina er yfirleitt hægt að fá tengingu með stuttum fyrirvara en afhendingartími á nýlögnum getur verið allt að 6-8 vikur.


Upp