Þá var talað um Eiðisbola kringum aldamótin (1800). Austan undir Dyrhólaey rennur Dyrhólaós í sjó, en þegar sjávargangur fyllir útfallið með sandi svo þar verður þur fjara sem oft ber við, þá er það kallað Eiði; þar er hellir í berginu fyrir vestan Eiðið sem oft er í sjó, en stundum meir eða minna fullur af sandi. en kvað þó vera ákaflega stór þegar hvorki kreppir að honum sjór eða sandur.Í þesaum helli var sagt að héldi til vættur nokkur og var um hann sagt að hann hljóðaði ákaflega stundum, einkum undir óveður. Ekki var hann heldur fríkenndur fyrir að glettast við menn sem seint á kveldum voru á ferð á Eiðinu.
Hann var kallaður Eiðisboli, en ekki var hann sagður í frændsemi við Urðarbola því Eiðisboli var grunaður um að vera sjódraugur og jafnvel tilnefndur maður sem drukknaði í sjó hér í Út-Mýrdalnum, en nú er samt Eiðisboli fyrir löngu lagztur til hvíldar enda er hellirinn hans nú oftast í sjó eða þá með öllu fullur af sandi.
(Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar)
Netútgáfan - maí 2001