Bilun í Múlastöð - rafmagnsleysi
Kl. 23:09 rofnaði samband Snerpu við Múlastöð sem er aðal tengistöð internetumferðar á Íslandi. Skv. eftirgrennslan urðu þar rafmagnstruflanir sem höfðu áhrif á bæði aðal- og varasambönd Snerpu. Unnið er að frekari greiningu en hluti sambanda er kominn upp aftur.
Uppfært kl: 08:00: Öll sambönd voru komin upp um 30 mínútum eftir bilunina. Samkvæmt Mílu varð líklegt skammhlaup í Múlastöð sem hafi ollið því að útfall varð á UPS rafmagni á staðnum sem hafði víðtæk áhrif á sambönd sem þangað koma inn.
Uppfært kl. 10:29: Samkvæmt fyrstu greiningu hjá Mílu þá virðist sem UPS kerfi hafi skynjað yfirálag og aftengt sig til að verja rafhlöður. Á sama tíma slær út veituspennu í hýsingarsalnum með þeim afleiðingum að rafmagn fór af búnaðarskápum þ.m.t. skáp Snerpu. Rafmagni var slegið inn á ný kl. 23:20 og hefur verið í lagi síðan. Míla mun halda áfram vinnu við greiningu á atvikinu í því skyni að tryggja að það endurtaki sig ekki.