Dýrafjörður - Rof á samböndum vestan Brekkudalsár
Upp úr kl 12:30 kom upp líklegt slit á ljósleiðara sem liggur yfir Brekkudalsá í Dýrafirði á svipuðum slóðum og rafstrengur OV fór í sundur fyrir stuttu. Hefur slitið áhrif á sveitabæi vestan árinnar.
Sökum veðurs og aðstæðna í ánni verður ekki hægt að hefja viðgerð fyrr en á mánudagsmorgun.
Uppfært 09.12.2024 kl 08:40 - Viðgerðarmenn eru á leiðinni á staðinn að hefja viðgerð.
Uppfært 09.12.2024 kl 12:00 - Búið er að staðsetja slitið en árfarvegurinn hefur færst til um nokkra metra á svæðinu í vatnavöxtunum. Unnið er að viðgerð.
Uppfært 09.12.2024 kl 16:15 - Enn er unnið að viðgerð en vegna afar erfiðra aðstæðna er ólíklegt að viðgerð klárist í dag.
Uppfært 10.12.2024 kl:14:50 - Enn er unnið að viðgerð og að öllu óbreyttu klárast hún í dag.
Uppfært 10.12.2024 kl:21:00 - Allar tengingar eiga að vera komnar inn.