Tilkynningar

Viðhald 17. september 2024

Rof vegna viðhalds hjá Mílu

Í nótt, aðfararnótt 18. sept. má reikna með truflunum í allt að 15 mínútur á tímabilinu kl. 01-06 vegna kerfisviðhalds hjá Mílu. Einungis lítill hluti notenda Snerpu verður fyrir áhrifum sem eru þeir sem tengdir eru um kerfi Mílu, aðallega utan Vestfjarða.

Uppfært 18.09.24 kl. 09:00 - Nokkur sambönd eru enn niðri eftir vinnu Mílu í nótt en það hefur áhrif á tiltölulega fáa notendur þar sem umferð fer um varaleiðir. Helst gæti þessa gætt í sjónvarpsþjónustu Símans.

Uppfært 19.924 kl. 09:00 - Enn eru eftir 3 sambönd í ólagi og hefur Mílu ekki tekist að komast fyrir bilunina. Talið er að um hugbúnaðargalla sé að ræða og er enn verið að vinna að því að finna lausn. Eitt sambandið er fyrirtækjasamband sem er á varaleið og hin tvö eru stofnsambönd sem fara einnig um varaleið. Mögulegt er að áhrifa gæti á sjónvarpsþjónustu Símans.

Uppfært kl. 10:20 - Viðgerð er lokið og öll sambönd komin upp á ný.


Avatar Björn Davíðsson

Upp