A A A

Verkalýðsfélag Vestfirðinga opnaði í dag nýja og uppfærða vefsíðu á verkvest.is. Útlitið á síðunni var allt tekið í gegn og snjallsímavætt auk þess sem veftré síðunnar var einfaldað.

 

Síðan keyrir að sjálfsögðu á Snerpil Vefumsjónarkerfinu frá Snerpu líkt og eldri síðan sem opnuð var árið 2008.

 

Við óskum Verkalýðsfélaginu innilega til hamingju með vefsíðuna!

Snerpa hefur komið upp nýrri vefmyndavél í Menntaskólanum á Ísafirði með góðfúslegu leyfi skólans. Er vefmyndavélin á sama stað og fyrsta vefmyndavél Snerpu var staðsett eða í horni bóknámshús MÍ á 2. hæð. Sú vél, sem jafnframt var fyrsta vefmyndavélin á Íslandi, var gangsett 1. janúar 1999 og hlaut gríðargóðar viðtökur.

Útsýnið úr nýju vefmyndavélinni má nálgast hér

Ferðaþjónustufyrirtækið Borea Adventures tók í gagnið í dag nýja og endurbætta útgáfu af vefsíðunni sinni á boreaadventures.com. Nýja síðan keyrir á Snerpil vefumsjónarkerfinu líkt og sú gamla sem opnuð var árið 2006.

 

Útlitið á nýju síðunni var hannað af grafíska snillingnum Ágústi Atlasyni sem einmitt starfaði hjá Snerpu til margra ára.

 

Við óskum Borea Adventures innilega til hamingju með nýju síðuna!

Um síðustu páska var haldin á Ísafirði, eins og undanfarinn áratug, tónlistarhátiðin Aldrei fór ég suður.

 

Síðustu ár hefur Snerpa séð um að tengja hátíðina inn á Internetið og hefur í samstarfi við KFÍTV og Símafélagið tekið upp og sent út hátíðina á Netinu. Snerpa lagði í fyrra ljósleiðara í húsið á Grænagarði, þar sem hátíðin er haldin og var því að þessu sinni boðið upp á hágæða útsendingu. Hljóðið í útsendingunni var fengið frá Rás 2 sem tók upp tónleikana og útvegaði Snerpa einnig Rás 2 samband í Efstaleiti til að senda þaðan um allt land í beinni útsendingu.

 

Vegna mikilla anna hjá Snerpu undanfarið hefur ekki gefist tími fyrr til að greina frá áhorfi á netútsendinguna en alls horfðu 19.573 á útsendinguna á einum eða öðrum tíma þá tvo daga sem hátíðin stóð. Samtals var horft í 6.072 klst. og skiptist áhorfið að mestu svona:

 

Land áhorf klst.
Ísland 17.846 5.585
Noregur 309 132
Bandaríkin 276 73
Þýskaland 221 42
Danmörk 104 35
Svíþjóð 119 32
Pólland 79 29
Holland 63 25
Bretland 139 24
Sviss 48 17
Arnarfjörður 12.12.2012 kl.12:12
Arnarfjörður 12.12.2012 kl.12:12

Nú í vikunni náðust samningar milli Menntamálaráðuneytisins og Snerpu um að Snerpa tengi ljósleiðara á Hrafnseyri og kemst þetta forna höfuðból þá í gott netsamband. Sl. haust tók Snerpa í notkun nýjan ljósleiðara Orkufjarskipta frá Tjaldanesi í Mjólká og nú hafa náðst samningar um að tengja Hrafnseyri inn á þessa nýju leið. Tengingin mun þó ekki komast á fyrr en í maí þar sem panta þarf og leggja ljósleiðara heim á bæjarhlaðið en um 4-6 vikna afgreiðslufrestur er á nauðsynlegu efni hjá birgjum. Það má þó segja að stórum áfanga sé náð með þessu þar sem nú opnast nýir möguleikar á ýmis konar ráðstefnuhaldi og námskeiðum á Hrafnseyri á sumrin en skortur á góðu netsambandi hefur verið vandamál í tengslum við slíkt þar til nú.

Í dag var opnað fyrir Smartnetstengingar á Þingeyri. Upprunalega átti að opna fyrir þjónustunna sl. haust en vegna tafa á afgreiðslu stofnsambands á Þingeyri varð ekki úr fyrr en nú. Með Smartnetinu býðst Þingeyringum nú allt að 70 Mbit/s Internetttenging og einnig sjónvarpsþjónusta á myndlyklum frá Vodafone. Er Smartnet þar með í boði í öllum þéttbýliskjörnum í Ísafjarðarbæ utan Holtahverfis en í hluta Holtahverfis býður Snerpa upp á þjónustu um Ljósnetið. Í undirbúningi er að auka frekar útbreiðslu á Ísafirði en nýverið var bætt við búnaði í efribænum á Ísafirði þar sem búnaður sem fyrir var er orðinn fullnýttur.

1 af 3

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að endurnýjun búnaðar og aðstöðu í vélasal Snerpu en eldri aðstaða var búin að sprengja utan af sér og orðið vandamál að koma fyrir nýjum búnaði. Áhersla var lögð á að skipuleggja frá grunni aðstöðu undir annarsvegar netbúnað og hinsvegar netþjóna sem eru bæði stakir og eins með sk. blade-fyrirkomulagi. Með þessu batnar nýting rýmisins en settur hefur verið upp nýr kælibúnaður til viðbótar þeim sem fyrir var en nú er notast við vatnskælingu í stað loftkælingar að utan og kælipressu. Þetta minnkar hávaða og lækkar orkunotkun en einnig gefur nýja kælingin kost á mun meiri varmaupptöku en sú eldri, eða allt að 17 kW sem er rúmlega tvöföldun.

Einnig er komin séraðstaða til að hýsa t.d. bókhaldsþjóna fyrir minni og meðalstór fyrirtæki og einnig er á döfinni að stækka verulega diskaþjóna frá því sem nú er, í takti við auknar þarfir.

Jafnframt þessu hafa verið settir upp nýir varaaflgjafar en auk þeirra er Snerpa með 30 kW dísilrafstöð sem fer sjálfkrafa í gang við straumleysi. Við slæm vetrarveður undanfarið  hefur komið upp straumleysi í allt að á aðra klukkustund en slíkt hefur þó engin áhrif þegar við getum framleitt eigið rafmagn í straumleysi.

Enn á eftir að flytja á nýjan búnað nokkrar þjónustur af eldri netþjónum sem verða teknir úr rekstri en sú breyting ætti ekki að hafa áhrif á viðstöðulausa þjónustu við viðskiptavini.

Við umræður um tölvu- og netmál í grunnskólanum á Ísafirði á bæjarstjórnarfundi fyrir helgi mátti skilja sem svo að Snerpa ætti hlut að máli varðandi vandamál í netkerfi þar. Úr umræðunni mátti lesa að það sé netsamband sem ekki virkar. Af því tilefni viljum við taka fram að aðkoma Snerpu varðandi tölvu- og netmál þar felst eingöngu í því að Snerpa aðstoðaði við greiningar á netvandamálum á innanhússneti Ísafjarðarbæjar í desember og janúar sl.

Snerpa lagði til í kjölfarið að skipt yrði um endabúnað á ljósleiðara Ísafjarðarbæjar milli stjórnsýsluhúss og innan grunnskólans þar sem á eldri búnaði greindist óviðunandi pakkatap, mjög líklega vegna þess að umferð var meiri en búnaðurinn var gerður fyrir. Útskiptingin var samþykkt og útvegaði Snerpa Ísafjarðarbæ nýjan búnað  og setti hann upp í janúar. Ekki hefur orðið vart við vandamál vegna þeirra sambanda síðan. Farið hefur verið yfir málið með bæjarstjóra og niðurstaðan er að engin útistandandi vandamál eru í gangi sem eru viðkomandi þjónustu Snerpu við Ísafjarðarbæ.

Orkubú Vestfjarða opnaði í dag nýja og endurbætta vefsíðu sem keyrir, líkt og sú gamla, á Snerpil vefumsjónarkerfinu en fyrirtækið hefur nýtt sér það síðan árið 2009.

Vefurinn var tekinn í gegn frá A-Ö, uppstillings efnis var tekin í gegn og einfölduð og var vefurinn einnig farsímavæddur.

Nýja vefinn má sjá á www.ov.is

VIð viljum vekja athygli notenda á því að enn er eittvað um að reynt sé að plata lykilorð út úr fólki í tölvupósti, eins og þeim sem fylgir hér með. Það á auðvitað að vekja grunsemdir ef beiðnin er á ensku eða illa þýddri íslensku en einnig er ágætt að hafa í huga að væri pósthólfið raunverulega fullt, þá kemist þessi póstur ekki í það. Lykilorð á aldrei að senda í tölvupósti og á í raun aldrei að vera þörf fyrir það. Ef þú ert að skrá inn lykilorðið þitt á vefsíðu skaltu fara beint á síðuna en ekki fylgja slóð sem þér er send í tölvupósti, nema þú getir gengið úr skugga um að vefslóðin sé rétt.

Fyrri síða
1
234567192021Næsta síða
Síða 1 af 21
Snerpa ehf | Mánagata 6, 400 Ísafirði | Sími: 520 4000 | Fax 520 4002 | SIP | Skype |Hafa samband | Vefumsjón
Opið alla virka daga 8:00-12:00 og 13:00-17:00