A A A
Arnarfj÷r­ur 12.12.2012 kl.12:12
Arnarfj÷r­ur 12.12.2012 kl.12:12

Nú í vikunni náðust samningar milli Menntamálaráðuneytisins og Snerpu um að Snerpa tengi ljósleiðara á Hrafnseyri og kemst þetta forna höfuðból þá í gott netsamband. Sl. haust tók Snerpa í notkun nýjan ljósleiðara Orkufjarskipta frá Tjaldanesi í Mjólká og nú hafa náðst samningar um að tengja Hrafnseyri inn á þessa nýju leið. Tengingin mun þó ekki komast á fyrr en í maí þar sem panta þarf og leggja ljósleiðara heim á bæjarhlaðið en um 4-6 vikna afgreiðslufrestur er á nauðsynlegu efni hjá birgjum. Það má þó segja að stórum áfanga sé náð með þessu þar sem nú opnast nýir möguleikar á ýmis konar ráðstefnuhaldi og námskeiðum á Hrafnseyri á sumrin en skortur á góðu netsambandi hefur verið vandamál í tengslum við slíkt þar til nú.

Í dag var opnað fyrir Smartnetstengingar á Þingeyri. Upprunalega átti að opna fyrir þjónustunna sl. haust en vegna tafa á afgreiðslu stofnsambands á Þingeyri varð ekki úr fyrr en nú. Með Smartnetinu býðst Þingeyringum nú allt að 70 Mbit/s Internetttenging og einnig sjónvarpsþjónusta á myndlyklum frá Vodafone. Er Smartnet þar með í boði í öllum þéttbýliskjörnum í Ísafjarðarbæ utan Holtahverfis en í hluta Holtahverfis býður Snerpa upp á þjónustu um Ljósnetið. Í undirbúningi er að auka frekar útbreiðslu á Ísafirði en nýverið var bætt við búnaði í efribænum á Ísafirði þar sem búnaður sem fyrir var er orðinn fullnýttur.

1 af 3

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að endurnýjun búnaðar og aðstöðu í vélasal Snerpu en eldri aðstaða var búin að sprengja utan af sér og orðið vandamál að koma fyrir nýjum búnaði. Áhersla var lögð á að skipuleggja frá grunni aðstöðu undir annarsvegar netbúnað og hinsvegar netþjóna sem eru bæði stakir og eins með sk. blade-fyrirkomulagi. Með þessu batnar nýting rýmisins en settur hefur verið upp nýr kælibúnaður til viðbótar þeim sem fyrir var en nú er notast við vatnskælingu í stað loftkælingar að utan og kælipressu. Þetta minnkar hávaða og lækkar orkunotkun en einnig gefur nýja kælingin kost á mun meiri varmaupptöku en sú eldri, eða allt að 17 kW sem er rúmlega tvöföldun.

Einnig er komin séraðstaða til að hýsa t.d. bókhaldsþjóna fyrir minni og meðalstór fyrirtæki og einnig er á döfinni að stækka verulega diskaþjóna frá því sem nú er, í takti við auknar þarfir.

Jafnframt þessu hafa verið settir upp nýir varaaflgjafar en auk þeirra er Snerpa með 30 kW dísilrafstöð sem fer sjálfkrafa í gang við straumleysi. Við slæm vetrarveður undanfarið  hefur komið upp straumleysi í allt að á aðra klukkustund en slíkt hefur þó engin áhrif þegar við getum framleitt eigið rafmagn í straumleysi.

Enn á eftir að flytja á nýjan búnað nokkrar þjónustur af eldri netþjónum sem verða teknir úr rekstri en sú breyting ætti ekki að hafa áhrif á viðstöðulausa þjónustu við viðskiptavini.

Við umræður um tölvu- og netmál í grunnskólanum á Ísafirði á bæjarstjórnarfundi fyrir helgi mátti skilja sem svo að Snerpa ætti hlut að máli varðandi vandamál í netkerfi þar. Úr umræðunni mátti lesa að það sé netsamband sem ekki virkar. Af því tilefni viljum við taka fram að aðkoma Snerpu varðandi tölvu- og netmál þar felst eingöngu í því að Snerpa aðstoðaði við greiningar á netvandamálum á innanhússneti Ísafjarðarbæjar í desember og janúar sl.

Snerpa lagði til í kjölfarið að skipt yrði um endabúnað á ljósleiðara Ísafjarðarbæjar milli stjórnsýsluhúss og innan grunnskólans þar sem á eldri búnaði greindist óviðunandi pakkatap, mjög líklega vegna þess að umferð var meiri en búnaðurinn var gerður fyrir. Útskiptingin var samþykkt og útvegaði Snerpa Ísafjarðarbæ nýjan búnað  og setti hann upp í janúar. Ekki hefur orðið vart við vandamál vegna þeirra sambanda síðan. Farið hefur verið yfir málið með bæjarstjóra og niðurstaðan er að engin útistandandi vandamál eru í gangi sem eru viðkomandi þjónustu Snerpu við Ísafjarðarbæ.

Orkubú Vestfjarða opnaði í dag nýja og endurbætta vefsíðu sem keyrir, líkt og sú gamla, á Snerpil vefumsjónarkerfinu en fyrirtækið hefur nýtt sér það síðan árið 2009.

Vefurinn var tekinn í gegn frá A-Ö, uppstillings efnis var tekin í gegn og einfölduð og var vefurinn einnig farsímavæddur.

Nýja vefinn má sjá á www.ov.is

VIð viljum vekja athygli notenda á því að enn er eittvað um að reynt sé að plata lykilorð út úr fólki í tölvupósti, eins og þeim sem fylgir hér með. Það á auðvitað að vekja grunsemdir ef beiðnin er á ensku eða illa þýddri íslensku en einnig er ágætt að hafa í huga að væri pósthólfið raunverulega fullt, þá kemist þessi póstur ekki í það. Lykilorð á aldrei að senda í tölvupósti og á í raun aldrei að vera þörf fyrir það. Ef þú ert að skrá inn lykilorðið þitt á vefsíðu skaltu fara beint á síðuna en ekki fylgja slóð sem þér er send í tölvupósti, nema þú getir gengið úr skugga um að vefslóðin sé rétt.

Vegna umræðu í fjölmiðlum og á spjallsvæðum um mælingar netfyrirtækja á hvað telst vera erlent niðurhal vill Snerpa árétta að magnmælingar eru gerðar með þeim hætti hjá Snerpu að umferð á tengingu til notenda er mæld skv. þeim IP-tölum sem hún kemur frá.

Þannig telst það vera innlend umferð sem kemur frá innlendum IP-tölum, þar með talið umferð frá íslenskum speglaþjónum. Notendum til glöggvunar birtir Snerpa einnig heildarumferð í notkunarsundurliðun og má með því móti gera sér grein fyrir hvort notkun tiltekinn dag sé í samræmi við væntingar.

Þegar metið er innifalið gagnamagn á nettengingum er því ágætt að hafa í huga að netveitur beita ekki endilega allar sömu aðferðum við magnmælingar. Magnmælingar Snerpu hafa verið gerðar með sama hætti allt frá því að Snerpa bauð fyrst sítengt Internet árið 2001.

 Hægt er að fletta upp upplýsingum um tiltekin vefsvæði á slóðinni: http://snerpa.is/thjonusta/ip_profun/

Vegna umræðu undanfarna daga viljum við hjá Snerpu taka fram að verð á nettengingum hjá Snerpu, hvort heldur er um net Símans eða á Smartnetinu hefur ekki hækkað sl. 2 ár og stendur engin hækkun til á næstunni. Við hvetjum neytendur til að gera eigin samanburð en höfum þó tekið eftir því að í samanburði sem kemur fram á reiknivel.is þarf að hafa í huga að á tengingum á ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur kemur ekki fram gjald fyrir ljósleiðaratenginguna sjálfa og einnig að svo virðist vera sem verð þar hafi ekki verið uppfært í einstökum tilfellum. Við gerðum þessvegna eigin verðkönnun á algengustu tveimur áskriftarleiðunum sem eru 10 GB og 40 GB niðurhal og leiguverði á netbeinum. Reyndar bjóða hvorki Vodafone né Síminn upp á 40 GB áskriftarleið en næsta leið er 50 GB hjá þeim. Neðantalið er miðað við Ljósnet og Smartnet.

 

Snerpa     10GB = 3.990 kr.    40 GB = 5.990 kr.  beinir = 490 kr.

Síminn     10GB = 5.190 kr.    50 GB = 6.190 kr.  beinir = 590 kr.

Vodafone 10 GB = 5.080 kr.   50 GB = 6.180 kr.  beinir = 599 kr.

 

B˙na­ur var settur upp 20. desember sl. en myndin er frß mokstri Vegager­arinnar ß Hrafnseyrarhei­i ■ann dag.
B˙na­ur var settur upp 20. desember sl. en myndin er frß mokstri Vegager­arinnar ß Hrafnseyrarhei­i ■ann dag.

Snerpa hefur nú tekið í notkun nýtt fjarskiptasamband á ljósleiðara Orkufjarskipta í Arnarfirði. Með uppsetningu á þessu sambandi er Snerpu nú kleift að bjóða sömu þjónustu í Mjólká og boðin er á Smartnetinu á Ísafirði og hafa starfsmenn Orkubúsins í Mjólká nú sömu möguleika á að nýta sér bæði net- og sjónvarpstengingar og eru í boði í þéttbýlinu.  Steinar Jónasson stöðvarstjóri líkir breytingunni við að sett hafi verið bundið slitlag á veginn vestur. Afköst hafa um tífaldast auk þess sem nú er hægt að nota IP-sjónvarp Vodafone bæði í virkjuninni og í starfsmannaíbúðum.

 

Undanfarið hafa verið í skoðun möguleikar á því að nýta nýtilkomið ljósleiðarasamband í Mjólká og varð niðurstaðan sú að byggja ofan á samstarf Snerpu og Vodafone sem felur í sér að þessir aðilar samnýta búnað og fjarskiptaleiðir auk þess sem Vodafone veitir aðgang að sjónvarpskerfi sínu á sama hátt og með sama úrvali sjónvarpsstöðva og í þéttbýli. Snerpa og Orkubú Vestfjarða gerðu síðan 13. desember sl. með sér samning til 5 ára um þá útfærslu sem valin var og viku síðar var búið að koma fyrir nauðsynlegum búnaði og í dag var síðan lokið við stillingar á sambandinu.

Í dag var lokið við uppsetningu á nýju stofnsambandi milli Ísafjarðar og Bíldudals og er því nú hægt að tengjast við Smartnet á Bíldudal. Með þessum nýjungum eiga íbúar á Bíldudal kost stórauknum afköstum á Internetinu og sjónvarpsþjónustu með yfir 100 rásum og einnig HD sjónvarpsrásum. 

 

Snerpa afhendir myndlykla frá Vodafone en hægt er að kaupa þjónustu bæði Skjásins og 365-miðla á kerfinu. Að skipta úr eldri tengingu er lítið mál og er tekið við pöntunum á netfangið sala@snerpa.is - Einnig er hægt að afla sér upplýsinga á smartnet.is.

Fyrri sÝ­a
1
234567192021NŠsta sÝ­a
SÝ­a 1 af 21
Snerpa ehf | Mßnagata 6, 400 ═safir­i | SÝmi: 520 4000 | Fax 520 4002 | SIP | Skype |Hafa samband | Vefumsjˇn
Opi­ alla virka daga 8:00-12:00 og 13:00-17:00