A A A

Vegna útskiptingar á netskipti Snerpu í Tæknigarði má búast við truflun á innanlandssamböndum upp úr kl. 9:00 - Umferð fer um aðrar leiðir á meðan þannig að notendur ættu ekki að finna fyrir áhrifum.

kl. 9:35 í morgun varð rof á samböndum hjá Símanum með þeim afleiðingum að við misstum samband við útlandagátt og nokkra viðskiptavini sem tengjast um net Símans. Sambönd eru nú á varaleið og verið er að leita skýringa.

kl. 9:49 Skv. tilkynningu frá Símanum virðist bilunin bundin við Vestfirði og hefur áhrif á netsambönd og farsíma hjá Símanum.

kl. 10:20 Öll sambönd virðast vera komin í lag.

Kl. 10:27 Bilunin kom aftur inn og virðist víðtækari. Útlandasambönd Snerpu eru því enn á varaleið.

kl. 12:13 Míla hefur tilkynnt að varaleið um Ísafjarðar sé komin í gagnið og virðist sem notendur sem tengjast um net Símans seu komir í samband á ný. Útlandagátt Símans er þó enn stopul og er því enn notast við varaleiðir Snerpu um Tæknigarð í Reykjavík.

kl. 13:22 Notendur sem tengjast um net Símans eru enn í óstöðugu sambandi og virðist sem varaleið Símans um Ísafjarðardjúp sé að falla út eða yfirlestuð. Símasambönd (hjá Símanum) eru óvirk.

kl. 14:40 Aðalleið er enn biluð og stendur greining á henni enn yfir. Varaleið Símans um Ísafjarðardjúp er orðin virk en annar illa því álagi sem er og þess vegna eru sum minni sambönd enn niðri, aðalllega heimilistengingar um net Símans og Mílu. Þau verða virkjuð jafnskjótt og komist hefur verið fyrir bilun. Hægt er að ná símasambandi við Snerpu í síma 8404000.

kl. 16:14 BIlun er yfirstaðin og fjarskiptaþjónusta Símans komin í eðlilegan rekstur.

Vegna útskiptingar á vélbúnaði í Tæknigarði munu öll sambönd (innanlands) þar í gegn rofna í stutta stund milli kl. 13:10 og 13:30 í dag en fara um varaleið á meðan. Ekki er búist við að notendur finni fyrir áhrifum.

Bilun er í miðlægum sjónvarpsbúnaði hjá Vodafone í Reykjavík og unnið er að viðgerð.

 

Kemur bilunin fram hjá notendum þegar myndlykill er endurræstur og þá nær hann ekki samband við þjónustu.

 

15:30 - Viðgerð lokið. Þeir sem enn eru í vandræðum ættu að endurræsa búnaðinn hjá sér.

Orðið hefur vart við truflanir á sjónvarpsþjónustu hjá hluta notenda í efri bæ á Ísafirði. 

 

Á meðan unnið er að viðgerð getur verið truflun á netsambandi en við vonum að hún verði í lágmarki.

 

Við biðjumst velvirðingar þá þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

 

16:54 - Búið er að komast fyrir sjónvarpstruflanir með bráðabirgðaviðgerð og stefnt er á endalega viðgerð í fyrramálið.

19. júní - 7:21 - Viðgerð lokið og ætti sjónvarp að vera truflanafrítt.

kl. 14:09 Truflanir eru í samböndum hjá Vodafone á Vestfjörðum. Þetta hefur m.a. þau áhrif að samband við skiptistöð innanlandsumferðar í Tæknigarði (RIX) er sambandslaus við Snerpu. Verið er að kanna umfang truflunar. Hefur allavega áhrif á vefi hjá Advania, sjónvarp yfir IP, útvarps- og sjónvarpsútsendingar og vef hjá RÚV.

kl. 15:26 - Bilun er enn hjá Vodafone en öllum samböndum Snerpu við Reykjavík hefur nú verið beint yfir tenginguna við Símann. Netsambönd á Smartnetinu eru öll komin í lag nema sjónvarpsþjónustan. Þar sem álag á sambandinu um Símann eykst við þetta má búast við einhverjum hnökrum í samböndum einstöku sinnum þar til viðgerð lýkur hjá Vodafone.

Skv. upplýsingum frá Vodafone er um víðtæka bilun að ræða í Búðardal og er ekki búist við að viðgerð ljúki fyrr en um kl. 17.

kl. 16:45 Viðgerð er lokið.

Orðið hefur vart við truflanir á sjónvarpsþjónustu Vodafone hjá notendum í efri bænum á Ísafirði. Unnið er að viðgerð og vonum við að málið leysist fljótlega.


12. febrúar - Bilunin er enn ófundin en unnið er að bilanagreiningu.

 

18:30 - Bilunin er fundin og ætti sjónvarpsþjónusta í efri bæ að vera komin í fyrra horf.

Við biðjumst velvirðingar þá þeim óþægindum sem þetta hefur valdið.

Vegna endurræsingar á búnaði í símstöðinni á Ísafirði verður stutt rof á þjónustum sem fara þar í gegn.

 

Á við um alla þjónustu á Smartnetinu, nema sjónvarpsþjónustu á Bíldudal, Flateyri og Suðureyri þó er möguleiki á áhrifum hjá einstökum notendum þar líka.

 

Hefur ekki áhrif á þá sem tengjast Snerpu í gegn um Ljósveitu og ADSL á aðgangskerfi Mílu.

 

Við biðjumst velvirðingar þá þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Á morgun 3. des kl. 11:30 verður gerð prófun á rekstri varaafls í Snerpu.

Svona prófanir eru gerðar mánaðarlega en í prófun á morgun verður umfang
meira en venjulega, þ.e. líkt verður eftir straumleysi og búnaður keyrður á
varaafli á meðan.

Ekki er búist við að þetta hafi áhrif á notendur.

Vegna truflunar sem kom upp í netskipti kl. 10:50 í morgun reyndist nauðsynlegt að endurræsa hann. Við það rofnaði samband hjá hluta notenda en útfallið varði í 2-5 mínútur hjá þeim sem urðu fyrir áhrifum af þessu.

Fyrri síða
1
2345Næsta síða
Síða 1 af 5
Snerpa ehf | Mánagata 6, 400 Ísafirði | Sími: 520 4000 | Fax 520 4002 | SIP | Skype |Hafa samband | Vefumsjón
Opið alla virka daga 8:00-12:00 og 13:00-17:00