Cover
miðvikudagurinn 15. janúar 2014

Við hækkum ekki

Vegna umræðu undanfarna daga viljum við hjá Snerpu taka fram að verð á nettengingum hjá Snerpu, hvort heldur er um net Símans eða á Smartnetinu hefur ekki hækkað sl. 2 ár og stendur engin hækkun til á næstunni. Við hvetjum neytendur til að gera eigin samanburð en höfum þó tekið eftir því að í samanburði sem kemur fram á reiknivel.is þarf að hafa í huga að á tengingum á ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur kemur ekki fram gjald fyrir ljósleiðaratenginguna sjálfa og einnig að svo virðist vera sem verð þar hafi ekki verið uppfært í einstökum tilfellum. Við gerðum þessvegna eigin verðkönnun á algengustu tveimur áskriftarleiðunum sem eru 10 GB og 40 GB niðurhal og leiguverði á netbeinum. Reyndar bjóða hvorki Vodafone né Síminn upp á 40 GB áskriftarleið en næsta leið er 50 GB hjá þeim. Neðantalið er miðað við Ljósnet og Smartnet.

 

Snerpa     10GB = 3.990 kr.    40 GB = 5.990 kr.  beinir = 490 kr.

Síminn     10GB = 5.190 kr.    50 GB = 6.190 kr.  beinir = 590 kr.

Vodafone 10 GB = 5.080 kr.   50 GB = 6.180 kr.  beinir = 599 kr.

 


Avatar Björn Davíðsson

Upp