Fréttir

25. nóvember 2024

30 ára afmæli Snerpu í dag

Í dag þann 25. nóvember er Snerpa ehf. 30 ára. Að því tilefni verður opið hús á milli 16:00 – 18:00 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar í versluninni okkar og eru allir velkomnir og hvattir til að kíkja í heimsókn og njóta með okkur. Einnig vera afslættir á öllum vörum í verslun út afmælisvikuna.


24. nóvember 2024

Snerpa og Ljósleiðarinn í samstarf

Ljósleiðarinn og Snerpa undirrituðu fyrir helgina samning um aukið samstarf sem leiðir af sér aukin tækifæri fyrir önnur fjarskiptafyrirtæki til að bjóða uppá eigin þjónustu á Vestfjörðum með ljósleiðarasambandi frá Snerpu.


14. nóvember 2024

Snerpa og Hringdu í samstarf um farsímaþjónustu

Snerpa og Hringdu hafa gert með sér samstarfssamning um að Snerpa selji farsímaþjónustu Hringdu. Það felur í sér að Snerpa getur nú boðið viðskiptavinum sínum að færa farsímaviðskipti sín til Snerpu og lækka þannig kostnað sinn umtalsvert.



Upp