Vefsíur fyrir innhringinotendur
Snerpa býður nú, fyrst íslenskra netþjónustufyrirtækja, notendum sínum upp á valsíður. Á valsíðunum geta notendur notfært sér ýmsar sérþjónustur og fer þar fremst vefsía Snerpu, sk. INfilter en vefsían er þróuð af Snerpu og hefur verið í notkun hjá nokkrum aðilum, þar á meðal þeim grunnskólum sem tengjast Snerpu síðastliðið ár.