Fréttir

15. nóvember 2000

Vefsíur fyrir innhringinotendur

Snerpa býður nú, fyrst íslenskra netþjónustufyrirtækja, notendum sínum upp á valsíður. Á valsíðunum geta notendur notfært sér ýmsar sérþjónustur og fer þar fremst vefsía Snerpu, sk. INfilter en vefsían er þróuð af Snerpu og hefur verið í notkun hjá nokkrum aðilum, þar á meðal þeim grunnskólum sem tengjast Snerpu síðastliðið ár.


28. október 2000

Tölvunámskeið á Hólmavík

Nú um helgina er Tölvuskóli Snerpu með byrjendanámskeið á Hólmavík. Ákváðu tíu Hólmvíkingar að setjast á skólabekk þessa helgi.


25. október 2000

SkjáVarp flytur Skjá Einn vestur

Tölvu-og netþjónustan Snerpa og SkjáVarp hf. hafa gert með sér samstarfssamning um að Snerpa verði umboðs- og þjónustuaðili SkjáVarps á Ísafirði.


15. október 2000

Vel heppnuð þátttaka á Agora

Snerpa var eitt þeirra 134 fyrirtækja sem tók þátt í hátæknisýningunni Agora í Laugardalshöll í vikunni. Sýnendur lögðu áherslu á kynningu hugbúnaðarlausna, bæði innlendra sem erlendra en af hálfu Snerpu fór fram viðamikil kynning á þeim hugbúnaðarkerfum sem Snerpa hefur verið með í þróun undanfarin tvö ár.


8. október 2000

Nýr vefur KFÍ

Opnaður hefur verið nýr vefur KFÍ. Um er að ræða mjög yfirgripsmikinn vef um liðið, sögu þess og leikmenn. Markmið vefsins er að kynna körfuboltafélagið og það að fylgismenn geti fylgst betur með leikjum og aflað upplýsinga um leikmenn.



Upp