Truflanir í netsamböndum
Undanfarna daga hafa verið að ágerast truflanir í netsamböndum þannig að ýmist verða sumir vefir mjög hægvirkir eða jafnvel að alls ekkert samband næst við þá. Þessar truflanir hafa haft áhrif á alla þá sem nota netsambönd sem fara um net Landssímans og vara yfirleitt í 15-20 mínútur í einu. Í gærkvöldi (16. jan.) komu upp endurtekin tilfelli af þessum truflunum um og eftir miðnættið, einnig hafa þær verið að koma fram um miðjan dag í gær og fyrradag.