Vefmyndavélin á nýjum stað
Vefmyndavélin hefur verið flutt. Hún er nú staðsett á 5 hæð á Hótel Ísafirði og vísar út á pollinn.
Vefmyndavélin hefur verið flutt. Hún er nú staðsett á 5 hæð á Hótel Ísafirði og vísar út á pollinn.
Undanfarna daga hafa verið að ágerast truflanir í netsamböndum þannig að ýmist verða sumir vefir mjög hægvirkir eða jafnvel að alls ekkert samband næst við þá. Þessar truflanir hafa haft áhrif á alla þá sem nota netsambönd sem fara um net Landssímans og vara yfirleitt í 15-20 mínútur í einu. Í gærkvöldi (16. jan.) komu upp endurtekin tilfelli af þessum truflunum um og eftir miðnættið, einnig hafa þær verið að koma fram um miðjan dag í gær og fyrradag.
Snerpa hefur nú ráðið tímabundið starfsmann sérstaklega til þess að sjá um vinnu við uppfærslur og viðhald á INfilter vefgæsluhugbúnaðinum. INfilter vefgæslan er hönnuð og skrifuð hjá Snerpu og er Snerpa fyrsta netþjónustan á landinu sem býður notendum sínum aðgang að vefgæslu.
Það er venja að litið sé til baka um farinn veg um áramót og er þessu fréttakorni ætlað að gera grein fyrir helstu viðburðum ársins í rekstrinum.
Jæja þá er komið að því, Snerpa hefur bæst í þann hóp fyrirtækja sem hefur opið í hádeginu. Frá og með 1. desember síðastliðnum þá fór Snerpa að hafa opið í hádeginu alla virka daga.
Föstudaginn 7 desember verður Snerpa ehf. með kynningu á tölvubúnaði frá HP, ásamt sítengingu við Internet.