Fréttir

6. desember 2001

Steypuvinna!

Í dag er verið að steypa í Snerpu. Undanfarið hefur verið í smíðum sérstakur eldtraustur vélasalur undir tölvubúnaðinn sem notaður er til að veita Internetþjónustu.


4. desember 2001

Ný verslun www.tonaflod.is

Nýverið lauk forritunardeild Snerpu við að setja upp nýja vefverslun. Þessi verslun er á slóðinni www.tonaflod.is og er hún byggð á INshop vefverslunarkerfi Snerpu.


15. nóvember 2001

Nýtt símanúmer Snerpu: 520-4000

Eins og notendur hafa kannski tekið eftir þá er Snerpa komin með nýtt símanúmer. Nýja símanúmerið er 520-4000 og fax númerið er 520-4009.


15. nóvember 2001

Rafmagnstruflanir

Síðastliðinn sólarhring hafa verið miklar rafmagnstruflanir á Vestfjörðum. Snerpa hefur ekki farið varhluta af því og hefur rafmagn verið að koma og fara undanfarinn sólarhring.


25. september 2001

Grunnskóli Súðavíkur fær fasta tengingu

Í gær var gengið frá fastlínusambandi fyrir Grunnskóla Súðavíkur. Grunnskólinn í Súðavík er annar grunnskólinn á Vestfjörðum sem fær sítengingu utan Ísafjarðar en sl. vetur var grunnskólinn í Bolungarvík tengdur með sítengingu. Jafnframt er komið í pöntun fastlínusamband á Hólmavík en grunnskólinn þar verður væntanlega næstur í samband.


7. september 2001

Stöðvum keðjubréf!

Nú er á ferð um landið keðjubréf sem skorar á fólk að senda ungum dreng, Steve Detry, í Belgíu nafnspjald svo hann komist í heimsmetabókina. En hver er sannleikurinn um keðjubréfin og afhverju vill Steve Detry að keðjubréfið verði stöðvað? Lesið allt um það hér.



Upp