Truflun í vefþjóni Snerpu
Truflun varð í vefþjóni Snerpu í morgun. Eftir nokkra leit fannst villa í vefforriti á vef bb.is. Villan hefur verið lagfærð til bráðabirgða. Haft var samband við vefforritara bb.is og hann látinn vita.
Truflun varð í vefþjóni Snerpu í morgun. Eftir nokkra leit fannst villa í vefforriti á vef bb.is. Villan hefur verið lagfærð til bráðabirgða. Haft var samband við vefforritara bb.is og hann látinn vita.
Snerpa hefur í gegn um tíðina lagt sérstaka áherslu á að vernda notendur gegn tölvuruslpósti. Tölvuruslpóstur er vaxandi vandamál á Netinu og er nú svo komið að meira en fimmtungur alls tölvupósts sem sendur er á Netinu er óumbeðinn fjöldapóstur frá fólki sem vill auglýsa ,,ókeypis".
Í kjölfar rafmagnstruflana í stjórnsýsluhúsinu bilaði tölva sem stjórnar netumferð í Stjórnsýsluhúsinu í morgun og skemmdist í henni diskur. Uppsetning tölvunnar er mjög flókin og því tekur uppsetning nýrrar vélar töluverðan tíma. Ákveðið var að setja upp aðra vél til bráðabirgða og má reikna með að hún verði tilbúin fyrir kvöldið. Bilunin hefur áhrif á alla notendur á víðneti Ísafjarðarbæjar og í stjórnsýsluhúsinu.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða sendi frá sér bækling þar sem stóð að veffangið þeirra væri http://www.snerpa.is en hið rétt er auðvitað http://www.snerpa.is/frmst eða http://www.frmst.is
Samband Snerpu við umheiminn datt út milli 8:20 og 8:40 í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Gagnaflutningsdeild Landssímans var það vegna bilunar í swiss í IP netinu.